top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Fjóla Margrét með öruggan sigur á Unglingamótaröð GSÍ og Snorri Rafn sigraði á Áskorendamótaröð GSÍ

Um helgina voru haldin tvö unglingamót á vegum GSÍ. Annars vegar Unglingamótaröð GSÍ þar sem bestu unglingar landsins keppa og hins vegar Áskorendamótaröð GSÍ sem er 9 holu mót með höggleiks afbrigði þar sem taka má boltann upp eftir 10 högg. Unglingamótaröðin var haldin á Leirdalsvellinum og Áskorendamótaröðin á 9 holu vellinum þeirra á Mýrinni. Áskorendamótaröðin er frábær vettvangur fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í keppnisgolfi og góð reynsla áður en haldið er á aðalmótaröðina.

Á Unglingamótaröðinni voru tveir keppendur, Fjóla Margrét sigraði í flokki 14 ára og yngri með 11 höggum. Logi Sigurðsson keppti í flokki 19-21 árs og hafnaði í 13. sæti.


Á Áskorendamótaröðinni voru einnig tveir keppendur frá GS. Snorri Rafn sigraði örugglega í flokki 14 ára og yngri og bróðir hans Ingi Rafn endaði í 6. sæti í flokki 12 ára og yngri.

Glæsilegir sigrar hjá Fjólu og Snorra og er það okkar von að fleiri kylfingar úr GS fari að láta sjá sig á mótaröðum GSÍ þegar líður á sumarið því þar keppa þau við og kynnast kylfingum úr öðrum klúbbum.






133 views0 comments
bottom of page