top of page

Framkvæmdir við nýtt salerni í Leirunni

  • Writer: Golfklúbbur Suðurnesja
    Golfklúbbur Suðurnesja
  • 15 minutes ago
  • 1 min read

Undanfarna daga hafa staðið yfir framkvæmdir við uppsetningu á nýrri salernisaðstöðu við golfvöll Golfklúbbs Suðurnesja. Um er að ræða svokallað Kazuba KL Access salerni, sem er hannað til notkunar án vatns og rafmagns — umhverfisvæn lausn sem hentar einstaklega vel í náttúrulegu umhverfi eins og okkar.


Salernið verður staðsett aftan við 7. flöt, við göngustíginn frá 14. flöt yfir á 15. braut, þannig að það þjónar kylfingum á báðum lykkjum.


Í dag var gengið frá neðri hluta salernisins og hellt steypu í kringum grunninn. Á næstu dögum verður unnið áfram að frágangi á svæðinu og mótun landslags í kring, en jafnframt verður efri hluti salernisins settur saman og ytra byrði klætt.


Við höfum einnig látið grafa skurð fyrir tengingu við handlaug, sem verður sett upp inni í salerninu — þó svo það sé ekki hluti af staðlaðri lausn Kazuba. Með þessari viðbót viljum við bæta aðstöðu fyrir kylfinga og aðra gesti enn frekar.


Stefnt er að því að salernið verði komið í notkun innan næstu tveggja vikna, og verður það þá aðgengilegt öllum gestum Leirunnar.


Við hlökkum til að taka þessa nýjung í notkun og teljum að hún muni bæta verulega þjónustu á vellinum.


Meira um Kazuba salernislausnir

Kazuba er franskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í sjálfbærum salernislausnum sem virka án vatns, rafmagns og fráveitu. Nánari upplýsingar má finna á kazuba.com.




 
 
 

Comments


bottom of page