Glæsileg Hjóna- og parakeppni Diamond Suites haldin á Hólmsvelli
- Golfklúbbur Suðurnesja

 - Jun 10
 - 1 min read
 
Laugardaginn 7. júní fór fram hin glæsilega Hjóna- og parakeppni Diamond Suites á Hólmsvelli í Leiru. Mótið var fullbókað og tóku alls 40 pör þátt í einstaklega góðu veðri og glettilega góðri stemningu – sannkallaður hátíðardagur á vellinum.
Leikfyrirkomulagið var betri bolti með vallarforgjöf 36. Karlar léku af gulum teigum og konur af rauðum. Fyrir mót fengu keppendur boðnar mímósur og dýrindis brunch frá Nitjanda, og kvöldið endaði með glæsilegum þriggja rétta kvöldverði á KEF Restaurant ásamt veglegri verðlaunaafhendingu.
Sigurvegarar mótsins voru Þorkell Þór Gunnarsson og Þórey Friðrikka Guðmundsdóttir með 51 punkt – frábær árangur sem tryggði þeim efsta sætið og veglegan vinning í boði Diamond Suites.
Aðrir verðlaunahafar:
2. sæti: Sólveig Björgvinsdóttir & Guðni Hörðdal Jónasson – 49 punktar
3. sæti: Ófeigur Grétarsson & Guðrún Þorsteinsdóttir – 49 punktar
4. sæti: Hafþór Hilmarsson & Helga Auðunsdóttir – 48 punktar
5. sæti: Bryndís Arnþórsdóttir & Bergþór Baldvinsson – 47 punktar
17. sæti: Alda Úlfars Hafsteinsdóttir & Björn Ingi Guðjónsson
39. sæti: Daníel Jónasson & Ásdís Ólöf Jakobsdóttir
40. sæti: Hallgrímur Arthúrsson & Laufey Hlín Jónsdóttir
Nándarverðlaun – Par 3 holur:
Bergþór Baldvinsson
Þröstur Ástþórsson
Sigurður Ingimundarsson
Guðný Ósk Garðarsdóttir
Við óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju og þökkum keppendum og gestum kærlega fyrir komuna – ekki síst Hótel Keflavík og Diamond Suites fyrir rausnarlega þátttöku og ómetanlega vináttu við Golfklúbb Suðurnesja. Ljóst er að þetta mót hefur þegar fest sig í sessi sem einn af hápunktum sumarsins í Leirunni.











Comments