top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Golfferð GS til Penina í Portúgal

Penina er staðsett í vestur hluta Algarve héraðs skamt frá borginni Portimao. Aðrir líflegir bæir í næsta nágrenni við Penina eru Lagos, Lagoa og strandbærinn Carvoeiro. Frá Faro flugvelli til Penina er u.þ.b. klukkutíma akstur. Penina er heimsþekkt Golfresort staðsett í yndislegri náttúru. Við hótelið eru þrír golfvellir. Keppnisvöllurinn Sir Henry Cotton átján holur. Academy níu holu völlur og Resort níu holu völlur. Á staðnum er glæsilegt, nýtt æfingasvæði sem þegar er talið eitt af þeim betri í Evrópu, púttflöt, vippflöt, sandglompur og flöt til að slá inn á. Í aðeins fimmtán mínútna fjarlægð frá Penina er stórkostlegur golfvöllur, Onyria Palmares. Völlurinn var nýlega kosinn besti golfvöllur Evrópu og einstakt tækifæri er að prófa þessa perlu í ferðinni. Nánari upplýsingar hjá fararstjóra erlendis. Penina er ódauðlegur minnisvarði um hinn glæsilega golfvallahönnuð Sir Henry Cotton. Það voru hrísgrjónaakrar á staðnum þegar Sir Henry kom til að hanna golfvöll. Svæðið er nokkuð flatt og fannst Sir Henry þar með ástæða til að planta þónokkuð af trjám og setja inn vatnatorfærur fyrir kylfingana með lengri höggin.

Penina Academy völlurinn er þægilegur níu holu völlur en leynir á sér þar sem stórt vatn er við þriðju par-3 holuna og fjórða er löng par fimm braut. Penina Resort völlurinn er einnig níu holu völlur með trjám og vatnatorfærum rétt eins og keppnisvöllurinn. Á Penina hefur hið þekkta golfmót Portúgal open verið haldið átta sinnum.

Æfingaferð GS til Penina í Portúgal 28. mars – 4. apríl 2020

Flogið verður til og frá Faro í beinu leiguflugi með Icelandair á Boing 757 vél. Brottför er þann 28. mars kl. 08:00 lent í Faro kl. 14:10. Flugtími heim þann 4. apríl er frá Faro kl. 15:10 lent í Keflavík kl. 17:10. Penina er vestur af Faro og tekur aksturinn frá flugvellinum u.þ.b. 45 mínútur. M.v. flugtíma hér að ofan er hægt að spila eða æfa golf eftir komu fyrsta dag og síðan alla daga næstu sex daga, það gerir 7 golfdaga í ferðinni. Á Penina eru þrír golfvellir: Championship völlur þar sem okkar 18 holur á dag eru bókaðar, 9 holu Resort völlur og 9 holu Academy völlur. Hægt er að skoða allt um Penina svæðið á vefsíðu Vita.

Verð:

179.000 kr. á mann fyrir iðkendur í tvíbýli 199.000 kr. á mann fyrir foreldra í tvíbýli 219.000 kr á mann fyrir foreldra í einbýli

Innifalið:

Beint leiguflug með Icelandair Flutningur golfsetts (hámark 15 kg) og farangurs (hámark 20 kg) Akstur milli flugvallar og hótels Gisting – herbergi með útsýni yfir sundlaug Morgunverðarhlaðborð.- kvöldverður skiptist á þremur veitingastöðum hótelsins og er 1/2 flaska vín (vín hússins), bjór, gos, vatn og kaffi innifalið öll kvöld. Veitingastaðirnir The Dunas og Le Grill standa fyrir utan þetta tilboð en hægt er að panta borð þar þegar út er komið. Nestispakki í hádegi fyrir iðkendur Ótakmarkaðir æfingarboltar fyrir iðkendur Ein karfa af æfingarboltum daglega fyrir foreldra (50 boltar) *Golf með golfbíl fyrir foreldra og golf með kerru fyrir iðkendur alla daga á aðalvellinum og auka golf á níu holu völlunum (ef rástími er laus). *Ótakmarkað golf: Gestir okkar geta spila ótakmarkað golf á öllum þremur golfvöllum sér að kostnaðarlausu alla spiladagana eingöngu EF rástímar og golfbílar eru lausir. Viðbótar golf við átján holur á dag er ekki hægt að panta fyrirfram og er háð umferð á vellinum.

Bókunarleiðbeingar:

Vinsamlega lesið eftirfarandi ÁÐUR en bókað er: Þegar bókun er gerð er hægt að greiða staðfestingargjald 40.000 kr. eða greiða upp ferðina. ATH – ekki er hægt að nota vildarpunkta í þessa ferð. Til að bóka ferðina notið tengilinn hér. Þá kemur upp síða þar sem beðið er um hópanúmer: 3021 ATH. Bókunarfrestur er til 7. janúar 2020

18 views
bottom of page