GS heldur áfram að vaxa – og Meistaramótið nálgast
- Golfklúbbur Suðurnesja

- Aug 6
- 1 min read
Golfklúbbur Suðurnesja hefur náð stórum áfanga – þann 31. júlí voru skráðir félagar orðnir 1.043 talsins. Það er 38% fjölgun frá sama tíma í fyrra og sterk vísbending um að lífið í Leirunni laði að sífellt fleiri.
Fjölgunin byggir fyrst og fremst á tveimur meginstoðum: öflugri innkomu ungs fólks – bæði barna, unglinga og nýliða – og fjölgun þeirra sem hafa valið GS í fjaraðild eða sem aukaklúbb. Þessir félagar nýta Leiruna í mun minna mæli, en styrkja klúbbinn bæði félagslega og fjárhagslega.
Þrátt fyrir fjölgun hefur rástímanýting haldist í góðu jafnvægi – að meðaltali hafa 70% rástíma milli kl. 8 og 18 verið nýttir. Mörg holl eru þó aðeins skipuð einum eða tveimur kylfingum, sem þýðir að enn er töluvert svigrúm fyrir félaga að komast að og að við eigum inni tækifæri til að nýta völlinn enn betur. Margir hafa einnig verið duglegir að nýta fyrstu holl dagsins, þar sem leikhraði er oft með því besta sem gerist.
Á meðan lífið hefur blómstrað á vellinum hafa staðið yfir markvissar framkvæmdir og endurbætur – nýtt salerni, endurbættir teigar og metþátttaka í mótum eru aðeins hluti af því sem við lítum um öxl í nýútkomnu fréttabréfi:
Meistaramót GS 2025 – 13.–16. ágúst
Nú styttist í einn stærsta viðburð ársins: Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja fer fram dagana 13.–16. ágúst. Skráning stendur yfir og lýkur sunnudaginn 10. ágúst. Við hvetjum alla félagsmenn – nýja sem rótgróna – til að taka þátt og gera þetta að sannkölluðum hápunkti sumarsins í Leirunni.











Comments