GS sigurvegari í 2. deild
- Golfklúbbur Suðurnesja

- Aug 12, 2018
- 1 min read
Karlasveit Golfklúbbs Suðurnesja var rétt í þessu að tryggja sér sæti í efstu deild að ári. GS lék til úrslita gegn Golfklúbbi Vestmannaeyja og hafði betur 4/1.
Leikurinn var jafn og spennandi og úrslit réðust ekki fyrr en á 19. holu þegar klúbbmeistarinn, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, setti niður þriggja metra fuglapútt og tryggði GS þriðja stigið og sigur. Frábær árangur hjá strákunum sem unnu sig upp úr þriðju deild í fyrra. Í Hafnarfirði lék kvennasveit G um fimmta sætið gegn Golfklúbbnum Oddi, skemmst er frá því að segja að okkar stelpur unnu sannfærandi 5/0 sigur.


.png)







Comments