top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Guðrún Brá bætti vallarmetið í Leirunni


Glæsilegt Ljósanæturmót Hótel Keflavíkur & Diamond Suites fór fram í Leirunni við frábærar aðstæður, alls tóku 115 kylfingar þátt í mótinu og mátti sjá mörg góð skor. Eitt skorkortið bar þó af en Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik úr Keili, gerði sér lítið fyrir og bætti vallarmet kvenna af rauðum teigum (46 kvk) um heil fjögur högg. Fyrra vallarmet áttu þær Heiða Guðnadóttir (GM) og Þórdís Geirsdóttir (GK), 72 högg.

Guðrún Brá lék frábært golf á hringnum, fékk einn skolla og fimm fugla. Til hamingju Guðrún!

 

Verðlaun í höggleik:

1. sæti – Gisting í standard herbergi fyrir tvo með morgunverði á Hótel Keflavík, þriggja rétta ævintýraferð að hætti Óla á Kef Restaurant.og eins mánaðar líkamsræktarkort í Lífsstíl. – Guðrún Brá Björgvinsdóttir 2. sæti – Gisting á Hótel Örk með morgunverði. – Guðmundur Rúnar Hallgrímsson 3. sæti – Gisting á Hótel Selfoss með morgunverði. – Þórður Ingi Jónsson 4. sæti – Gisting BB Hótel með morgunverði fyrir tvo. – Helgi Snær Björgvinsson 5. sæti – Gisting á Lighthouse með morgunverði. – Örn Ævar Hjartarson 6. sæti – Gisting á Guesthouse Keflavík með morgunverði og tveggja rétta ævintýraferð að hætti Óla fyrir tvo Kef Restaurant. – Björgvin Sigmundsson 7. sæti – Gisting á Stracta Hótel með morgunverði fyrir tvo. – Guðni Vignir Sveinsson

Verðlaun í punktakeppni:

1. sæti – Gisting í standard herbergi fyrir tvo á Hótel Keflavík með morgunverði, þriggja rétta ævintýraferð að hætti Óla á Kef Restaurant. – Róbert Örn Ólafsson 2. sæti – Gisting á Hótel Örk með morgunverði. – Ólafur Ríkharð Róbertsson 3. sæti – Gisting á Hótel Selfoss með morgunverði. – Atli Karl Sigurbjartsson 4. sæti – Gisting BB Hótel með morgunverði fyrir tvo. – Ævar Már Finnsson 5. sæti – Gisting á Lighthouse með morgunverði. Helgi Snær Björgvinsson 6. sæti – Gisting á Guesthouse Keflavík með morgunverði og tveggja rétta ævintýraferð að hætti Óla fyrir tvo á Kef Restaurant. – Bjarni Fannar Bjarnason 7. sæti – Gisting á Stracta Hótel með morgunverði fyrir tvo. – Davíð Hlíðdal Svansson

Næst holu á 3. braut – Bílaþvottur og bón frá Steinabón, 5 tíma ljósakort í Lífsstil. – Svandís Þorsteinsdóttir, 1,85 m Næst holu á 8. braut – Eins mánaðar líkamsræktarkort og 5 tíma ljósakort í Lífsstíl. – Davíð S, 7,79 m Næst holu á 13. braut – Eins mánaðar líkamsræktarkort og 5 tíma ljósakort í Lífsstíl. – Óskar Halldórsson, 6,36 m Næst holu á 16. braut – Tveggja rétta ævintýraferð á Kef Restaurant fyrir tvo og 5 tíma ljósakort í Lífsstíl. – Björgvin Sigmundsson, 1,29 m

Flestar sjöur á skorkorti – Ein klukkustund í golfhermi hjá Golfklúbbnum í Holtagörðum. – Guðrún Þorsteinsdóttir Flestar áttur á skorkorti – Ein klukkustund í golfhermi hjá Golfklúbbnum í Holtagörðum. Guðbjörg Brynja Guðmundsdóttir

Aukavinningar – dregið úr öllum skorkortum:

Eins mánaðar líkamsræktarkort og fimm tíma ljósakort í Lífsstíl. – Pétur Viðar Júlíusson Gisting á gistiheimili Kef með morgunverði, tveggja rétta ævintýraferð að hætti Óla á Kef Restaurant. – Þórunn Einarsdóttir Tveggja rétta óvissuferð á Kef Restaurant. – Þórður Karlsson Gisting á Hótel Keflavík með morgunverði. – Kristinn Edgar Jóhannsson

Vinningshafar geta vitjað viningana í golfskála GS.

10 views
bottom of page