top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Hólmsvöllur eingöngu opinn fyrir félagsmenn GS

Vegna þessa erfiða Covid 19 ástands, skýrra skilaboða frá almannavörnum og tilmæla frá Golfsambandi Íslands, hefur stjórn GS nú tekið ákvörðun um að loka Hólmsvelli fyrir öllum nema félagsmönnum. Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu hafa nú lokað og GSÍ beinir tilmælum sínum til kylfinga þar að leita ekki til golfvalla utan höfuðborgarsvæðisins, enda höfuðborgarbúar beðnir að vera ekki á ferðinni til eða frá svæðinu meira en nauðsyn krefur.

Þessar breytingar taka gildi frá 9. október kl. 14:00.

Þeir kylfingar utan GS sem áttu rástíma um helgina hafa fengið send skilaboð um að tímarnir þeirra falli niður.

Þetta er leiðindaástand en það er von okkar að kylfingar sýni þessu skilning.

Vinnum saman að því að kveða þessa veiru niður.

Stjórn GS.


98 views0 comments

Commentaires


bottom of page