Hola í höggi á fyrsta degi Meistaramóts
- Golfklúbbur Suðurnesja
- Jul 3, 2019
- 1 min read

Það dró heldur betur til tíðinda á Bergvíkinni á fyrsta degi Meistaramóts. Einhver töf var á leik og Eysteinn Marvinsson, sem leikur í fjórða flokki, ákvað að vera bara snöggur með holuna – hola í höggi!
Eysteinn lék glimrandi gott golf á hringnum (40 punktar) og vermir þriðja sæti í sínum flokki. Vitni að högginu og með Eysteini í holli voru þeir Ólafur Birgisson, Jóhann Páll Kristbjörnsson og Snæbjörn Guðni Valtýsson.
Comments