top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Hrútalykt í Leirunni

Það verður hrútalykt í Leirunni föstudaginn 31. maí þegar karlkylfingar úr GS og Setbergi munu etja kappi á Hólmsvelli í Leiru.

Þetta verður vonandi fyrsti af mörgum herrahittingum þessara klúbba en konur klúbbanna hafa haldið sambærileg vinkonumót mörg undanfarin ár.

Skemmtilegt mót þar sem eigast við karlkylfingar úr GS og Setbergi.

Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni m. forgjöf (hæst gefin 28) og tíu bestu skor hvors klúbbs telja. Að auki verða ýmis aukaverðlaun sem verða kynnt þegar nær dregur.

Kylfingar skrá sig til leiks hjá GS (gs@gs.is) og mun mótsstjórn raða niður á teiga. Allir ræstir út samtímis (Shotgun) um kl. 17, eftir mót verður Fish’n’chips frá Issa og einn kaldur (innifalið í mótsgjaldi).

Nánari upplýsingar veitir formaður í síma 771-2121 eða í tölvupósti.is

2 views
bottom of page