top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Klúbbmeistarar Golfklúbbs Suðurnesja 2019

Að loknu frábæru Meistaramóti er ljóst að tvö ný nöfn komast á töfluna í þetta skiptið. Í karlaflokki stóð Björgvin Sigmundsson uppi sem sigurvegari og í kvennaflokki sigraði Kinga Korpak.

Í meistaraflokki kvenna lenti Zuzanna Korpak í öðru sæti og á eftir henni hin bráðefnilega Fjóla Margrét Viðarsdóttir. Í karlaflokki þurfti þriggja manna umspil um 2.–4. sætið. Sigurpáll Geir Sveinsson landaði öðru sæti og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson því þriðja, það varð hlutskipti Róberts Smára Jónssonar að enda í fjórða sæti. Mótið heppnaðist frábærlega í alla staði og þátttaka var mun meiri en undanfarin ár, alls 131 þátttakendur. Fjölmenni var og góð stemmning á lokahófinu sem fram fór í golfskálanum í Leiru um kvöldið.


Verðlaunahafar 2019


Nýliðaflokkur í fyrsta sinn

Sérstök ánægja var með nýjan flokk í Meistaramóti en í fyrsta sinn var boðið upp á nýliðaflokk sem lék 3×9 holu punktakeppni undir handleiðslu reyndra kylfinga sem aðstoðuðu út á velli.


Nýliðaflokkur. Rakel S. Steinþórsdóttir, Kristina Elisabet Andrésdóttir og Arnar Ingólfsson.

Kristina Elisabet Andrésdóttir sigraði flokkinn, Rakel S Steinþórsdóttir lenti í öðru sæti og Arnar Ingólfsson í því þriðja.

Fjögurra manna umspil


Efstu menn í öðrum flokki karla. Sigurður Vignir Guðmundsson , Aron Ingi Valtýsson og Sveinn Björnsson.

Keppni var sérstaklega hörð í öðrum flokki karla en þar luku fjórir leik efstir og jafnir; Jóhann Páll Kristbjörnsson, Sveinn Björnsson, Sigurður Vignir Guðmundsson og Aron Ingi Valtýsson. Því þurfti að fara í fjögurra manna umspil og þar var ljóst að Jóhann endaðir í fjórða sæti og Sveinn í því þriðja. Baráttan um sigur í flokknum réðist þó ekki fyrr en loknu þriggja holu umspili og átta holu bráðabana en á elleftu holu þurfti Sigurður Vignir að lúta í gras fyrir Aroni Inga, báðir léku þeir frábært golf í bráðabananum.

Klúbbmeistararnir


Kinga Korpak þakkar fyrir sig í verðlaunaafhendingunni.



Björgvin Sigmundsson hélt smá tölu í lokahófinu.


29 views
bottom of page