top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Leirumótið fer vel af stað - Fyrsta keppnisdegi lokið

Fyrsta keppnisdegi af þremur er lokið á Leirumótinu. Leirumótið er hluti af stigamótaröð GSÍ og það fyrsta á keppnistímabilinu. Golfklúbbur Suðurnesja er framkvæmdaraðili mótsins og fer mótið fram á Hólmsvelli í Leiru.


124 keppendur taka þátt í mótinu, 92 í karlaflokki og 32 í kvennaflokki.


Eyþór Hrafnar Ketilsson úr Golfklúbbi Akureyrar er efstur í karlaflokki en hann lék á 68 höggum eða 4 höggum undir pari. Einu höggi á eftir honum, á 69 höggum, eru jafnir Íslandsmeistarinn í höggleik, Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar og Elvar Már Kristinsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur.


Efstir heimamanna er Guðmundur Rúnar Hallgrímsson á 72 höggum eða pari vallar og svo Pétur Þór Jaidee á 73 höggum eða einu höggi yfir pari.


Staða efstu kylfinga í karlaflokki:


1. Eyþór Hrafnar Ketilsson (GA): 68 högg (-4)

T2. Kristján Þór Einarsson (GM): 69 högg (-3)

T2. Elvar Már Kristinsson (GR): 69 högg (-3)

T4. Jóhannes Guðmundsson (GR): 70 högg (-2)

T4. Kristófer Karl Karlsson (GM): 70 högg (-2)

T4. Sverrir Haraldsson (GM): 70 högg (-2)

T4. Böðvar Bragi Pálsson (GR): 70 högg (-2)




Í kvennaflokki er jafnar Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Ragnhildur Kristinsdóttir einnig úr Golfklbúbbi Reykjavíur efstar á 74 höggum eða 2 höggum yfir pari. Jafnar í þriðja sæti eru svo heimadaman Fjóla Margrét Viðarsdóttir og Auður Bergrún Snorradóttir úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar á 75 höggum eða þremur yfir pari.


Staða efstu kylfinga í kvennaflokki:


T1. Berglind Björnsdóttir (GR): 74 högg (+2)

T1. Ragnhildur Kristinsdóttir (GR): 74 högg (+2)

T3. Fjóla Margrét Viðarsdóttir (GS): 75 högg (+3)

T3. Auður Bergrún Snorradóttir (GM): 75 högg (+3)


Frábær dagur í dag við góðar aðstæður. Ástand vallarins er mjög gott og voru keppendur sér og sínum klúbbum til sóma. Það verður gaman að fylgjast með framvindu mótsins um helgina og viljum við hvetja fólk til að fjölmenna út í Leiru og fylgjast með okkar bestu kylfingum.


Efstu keppendur í karlaflokki leggja af stað kl. 12:50 en efstu í kvennaflokki fara af stað kl. 14:40.




106 views
bottom of page