Ljósanæturmót GS og Hótel Keflavíkur – Diamond Suites
- Golfklúbbur Suðurnesja

 - Sep 8
 - 1 min read
 
Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar, var haldin í 24. sinn um helgina. Golfklúbbur Suðurnesja og Hótel Keflavík – Diamond Suites eru stolt af því að hafa tekið þátt í fjölbreyttri dagskrá hátíðarinnar með Ljósanæturmótinu í Leirunni.
Krefjandi aðstæður á Hólmsvelli voru sannkallað prófraun fyrir þátttakendur, en eins og svo oft áður létu kylfingar ekki bugast og sýndu mikinn keppnisanda.
Við óskum sigurvegurum innilega til hamingju og viljum sérstaklega þakka öllum kylfingum sem mættu og kláruðu hringinn. Þökkum Hótel Keflavík – Diamond Suites kærlega fyrir samstarfið. Ykkar stuðningur gerir Ljósanæturmótið að því sem það er – hluta af hefð og hátíðarbrag í Reykjanesbæ.
Ljósanæturmótið hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem fastur liður í golfárinu og ávallt verið hluti af þeirri fjölbreyttu dagskrá sem Ljósanótt býður gestum og bæjarbúum. Við hlökkum til að taka á móti kylfingum að ári.
Úrslit höggleiks:
Björgvin Sigmundsson – 72 högg
Jóhannes Snorri Ásgeirsson – 78 högg
Ragnar Olsen – 83 högg
Punktakeppni karla:
Kári Oddgeirsson – 43 punktar
Róbert Pálsson – 42 punktar
Fannar Ingi Arnbjörnsson – 36 punktar
Jóhannes Bjarni Bjarnason – 36 punktar
Punktakeppni kvenna:
Guðrún Þorsteinsdóttir – 37 punktar
Guðný Ólöf Gunnarsdóttir – 35 punktar
Sveinbjörg Sigríður Ólafsdóttir – 32 punktar
Karítas Sigurvindóttir – 32 punktar
Næstur holu:
5. hola – Alexander Aron Smárason (4.00 m)
9. hola – Eydís Inga Einarsdóttir (1.56 m)
12. hola – Örvar Þór Sigurðsson (9.18 m)
16. hola – Ragnar Steinn Clausen (2.40 m)











Comments