top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Logi og Fjóla klúbbmeistarar GS í fyrsta sinn

Þá er Meistaramóti GS 2021 lokið eftir skemmtilega en erfiða viku þar sem kylfingar glímdu við Hólmsvöll í sínu besta standi, krefjandi en sanngjarnan. Einnig blés vel á kylfinga mest allan tímann ásamt smá náttúrulegri vökvun reglulega. Alls voru 15 klúbbmeistarar krýndir í vikunni. Í meistaraflokki karla var það Logi Sigurðsson sem sigraði meistaramótið í fyrsta sinn á 295 höggum, fjórum höggum á undan tíföldum klúbbmeistara Guðmundi Rúnari Hallgrímssyni. Í þriðja sæti varð svo Pétur Þór Jaidee þremur höggum þar á eftir. Í meistaraflokki kvenna var það Fjóla Margrét Viðarsdóttir sem einnig sigraði sitt fyrsta meistaramót á 340 höggum en hún spilaði jafnt golf alla fjóra hringina. Andrea Ásgrímsdóttir varð í öðru sæti á 353 höggum.


Meistaramótið gekk vel í alla staði og vill mótsstjórn þakka öllum sem komu að framkvæmd mótsins. Mótið endaði svo með glæsilegu lokahófi þar sem viðstaddir skemmtu sér vel frameftir kvöldi.


Úrslit keppenda í hverjum flokki fyrir sig er eftirfarandi:


Meistaraflokkur karla:

1. Logi Sigurðsson 295 högg

2. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson 299 högg

3. Pétur Þór Jaidee 302 högg


Meistaraflokkur kvenna:

1. Fjóla Margrét Viðarsdóttir 340 högg

2. Andrea Ásgrímsdóttir 353 högg


1. flokkur karla:

1. Davíð Viðarsson 323 högg

2. Gunnlaugur Atli Kristinsson 325 högg

3. Sigurður Vignir Guðmundsson 326 högg


2. flokkur karla:

1. Bjarni Sæmundsson 334 högg

2. Ragnar Lárus Ólafsson 343 högg

3. Guðfinnur Sævald Jóhannsson 347 högg

2. flokkur kvenna:

1. Sara Guðmundsdóttir 396 högg

2. Sigurrós Hrólfsdóttir 404 högg

3. Karitas Sigurvinsdóttir 404 högg

3. Anna María Sveinsdóttir 404 högg


3. flokkur karla:

1. Vilmundur Ægir Friðriksson 351 högg

2. Róbert Örn Ólafsson 357 högg

3. Sigurður Guðmundsson 358 högg


4. flokkur karla:

1. Páll Guttormsson 385 högg

2. Annel Fannar Annelsson 388 högg

3. Jóhannes Ellertsson 389 högg


50+ opinn flokkur karla (án forgjafar):

1. Kristinn Óskarsson 299 högg

2. Sigurður Sigurðsson 310 högg

3. Kristján Björgvinsson 318 högg


50+ opinn flokkur karla (með forgjöf):

1. Sigurþór Sævarsson 292 högg

2. Ólafur Birgisson 293 högg

3. Sigurður Sigurðsson 298 högg


Opinn flokkur kvenna (punktar):

1. Anna Steinunn Halldórsdóttir 111 punktar

2. Theódóra Friðbjörnsdóttir 92 punktar

3. Ragnhildur H. Guðbrandsdóttir 85 punktur


Öldungaflokkur karla 65+ (punktar):

1. Þorsteinn Geirharðsson 95 punktar

2. Gunnar Þórarinsson 90 punktar

3. Þórður Karlsson 86 punktar


Háforgjafarflokkur karla:

1. Árni Þór Ármannsson 66 punktar

2. Guðmundur Árni Þórðarson 46 punktar

3. Helgi Bergsson 37 punktar


Háforgjafarflokkur kvenna:

1. Eygló Anna Tómasdóttir 61 punktur

2. Guðrún Ösp Theodórsdóttir 26 punktar

































































































































































































395 views0 comments
bottom of page