Nú er æfingatímabilinu 2021-2022 formlega lokið. Haldið var lokahóf þar sem viðurkenningar fyrir árangur sumarsins voru veittar. Langbest bauð iðkendum upp á pizzuveislu og Nettó gaf öllum sem mættu gotterí fyrir púttleiki sem haldnir voru. Tímabilið sem nú er liðið er það besta í mörg ár og unnust hvorki fleiri né færri en þrír Íslandsmeistaratitlar þetta árið.
Nú er komið hlé frá æfingum og munu æfingar hefjast aftur um miðjan nóvember. Þá munu æfingar fara fram í endurbættri inniaðstöðu klúbbsins við Hringbraut 125. Klúbburinn hefur fjárfest í nýjum golfhermi og eins verður lagt nýtt hágæða gras á púttflötina og í rýmin þar sem golfhermarnir eru.
Fjóla Margrét, kvenkylfingur ársins, 18 ára og yngri
Snorri Rafn William Davíðsson, karlkylfingur ársins, 18 ára og yngri
Ásgrímur Sigurpálsson, mestu framfarir
Nettó mótaröðin. 1. Kolfinnur Skuggi Ævarsson (í miðjunni), 2. Guðrún Bára Róbertsdóttir, 3. Daníel Orri Björgvinsson,
Skarphéðinn Óli Önnu Ingason, háttvísisverðlaun
Alexander Haraldsson, þrautseigjuverðlaun
Púttkeppni yngstu iðkendanna
Comments