top of page

Lokahóf GS 2020 og Bændaglíma

  • Writer: Golfklúbbur Suðurnesja
    Golfklúbbur Suðurnesja
  • Sep 21, 2020
  • 1 min read

Laugardaginn 19. september var haldið lokahóf GS 2020 og fyrr um daginn öttu félagsmenn kappi í Bændaglímu. Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki leikið við keppendur þá var mikil stemning í hópnum og allir skemmtu sér vel. Úrslit réðust ekki fyrr en síðustu menn komu inn svo það var mikill spenningur í loftinu þegar hver leikur skilaði sér í hús. Rauða lið Kaju hafði á endanum sigur en Kaja er greinilega ósigrandi en hún sigraði líka 2019 :)


Lokahófið fór vel fram þó að Covid 19 hafi sett sitt mark. Allir viðstaddir voru meðvitaðir um sóttvarnir en skemmtu sér þó vel og var gott að geta gert þetta frábæra sumar upp saman.



ree

Þessi mynd segir meira en mörg orð um aðstæður dagsins.



ree

Það var stemning í rauða liði Kaju.



ree

Bláa liðið hans Sigurbjarts.



ree

Þetta fólk kom til að skemmta sér og lét ekki smá golu og rigningu skemma stemninguna.



ree

Fulltrúar rauða liðsins voru ánægðir með sig ásamt Kaju bónda þegar þeir tóku við bikarnum.



ree

Silla okkar fékk verðlaun fyrir besta búninginn í bláa liðinu.



ree

Björgvin lagði mest á sig til að vera í búningi og fékk því búningaverðlaun rauða liðsins :)



ree

Svenni, Guðrún, Kaja og Gauja voru ánægð með daginn og kvöldið :)



ree

Stigameistari kvenna 2020: Svandís Þorsteinsdóttir.



ree

Stigameistari karla 2020: Samúel Ajayi



ree

Bikarmeistari GS 2020: Ólafur Einar Hrólfsson.



ree

Geysisdeildarmeistarar 2020 voru HS bræður.



ree

Sigurbjartur, bóndi bláa liðsins segir nokkur orð.



ree

ree

Það var notaleg stemning í húsinu.








 
 
 

Comments


bottom of page