top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Meistaramót barna og unglinga lokið

Meistaramót barna og unglinga fór fram í blíðskaparveðri dagana 3. og 4. júlí. Leikið var í þremur flokkum, 11 ára og yngri, 14 ára og yngri og 17 ára og yngri. Yngsti flokkurinn lék 2x9 holur af rauðum teigum, 14 ára og yngri 2x18 holur einnig af rauðum teigum og sá elsti 2x18 holur af gulum teigum. Mikið var um flott tilþrif, forgjafalækkanir og allir sammála um að mótið hafi tekist mjög vel. Leikið var svokallað höggleiks afbrigði þar sem boltinn er tekinn upp eftir 9 högg og 10 skráð á skorkortið. Þetta fyrirkomulag er sniðugt og leysir það þau leiðindi að þurfa að klára holuna ef mjög ílla gengur.


LANGBEST bauð keppendum uppá pizzuveislu í lokahófinu og viljum við þakka þeim kærlega fyrir það. Úrslit í flokkunum urðu eftifarandi: U-11 1. Angantýr Atlason. 2. Kolfinnur Skuggi Ævarsson. 3. Guðrún Bára Róbertsdóttir. Cervantes. 4. Daníel Orri Björgvinsson. U-14 1. Ingi Rafn William Davíðsson. 2. Tómas Stefánsson. 3. Garðar Guðmundsson. 4. Kristófer Orri Grétarsson. U-17 1. Snorri Rafn Willliam Davíðsson. 2. Ásgrímur Sigurpálsson. 3. Breki Freyr Atlason. 4. Alexander Óskar Haraldsson. GS óskar þessum framtíðarkylfingum til hamingju með árangurinn.114 views0 comments

Comments


bottom of page