top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Meistaramót - Dagur 1

Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja hófst í gær á Hólmsvelli í Leiru. Keppt er í 10 mismunandi flokkum næstu daga. Keppni fór vel af stað í ágætis veðri og vallaraðstæður frábærar. Annar dagur mótsins fer fram í dag og lýkur mótinu á laugardaginn með skemmtilegu lokahófi. Allir eru velkomnir á hófið og er það innifalið í mótsgjaldi keppenda en aðrir geta skráð sig og keypt miða í Leirukaffi.


Staða efstu keppenda í hverjum flokki fyrir sig eftir fyrsta hring er eftirfarandi:


Meistaraflokkur karla:

1. Logi Sigurðsson 71 högg (-1)

2. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson 74 högg (+2)

3. Róbert Smári Jónsson 74 högg (+2)


Meistaraflokkur kvenna:

1. Andrea Ásgrímsdóttir 83 högg (+11)

2. Fjóla Margrét Viðarsdóttir 85 högg (+13)


1. flokkur karla:

1. Davíð Viðarsson 78 högg (+6)

1. Sigurður Vignir Guðmundsson 78 högg (+6)

3. Jón Þorkell Jónasson 83 högg (+11)


2. flokkur karla:

1. Bjarni Sæmundsson 83 högg (+11)

2. Arnar Þór Smárason 85 högg (+13)

3. Ragnar Lárus Ólafsson 86 högg (+14)

3. Fannar Þór Sævarsson 86 högg (+14)


2. flokkur kvenna:

1. Sara Guðmundsdóttir 87 högg (+15)

2. Karitas Sigurvinsdóttir 98 högg (+26)

2. Anna María Sveinsdóttir 98 högg (+26)


3. flokkur karla:

1. Róbert Örn Ólafsson 83 högg (+11)

2. Garðar Sigurðsson 85 högg (+13)

3. Róbert Sigurðarson 88 högg (+16)


4. flokkur karla:

1. Breki Freyr Atlason 88 högg (+16)

2. Jóhannes Ellertsson 93 högg (+21)

3. Snorri Rafn Davíðsson 94 högg (+22)

3. Birkir Alfons Rúnarsson 94 högg (+22)


50+ opinn flokkur karla (án forgjafar):

1. Kristinn Óskarsson 73 högg (+1)

2. Kristján Björgvinsson 76 högg (+4)

3. Sigurþór Sævarsson 78 högg (+6)

3. Sigurður Sigurðsson 78 högg (+6)


50+ opinn flokkur karla (með forgjöf):

1. Sigurþór Sævarsson 71 högg (-1)

2. Kristján Björgvinsson 72 högg (par)

3. Kristinn Óskarsson 73 högg (+1)

3. Ólafur Birgisson 73 högg (+1)


Opinn flokkur kvenna (punktar):

1. Anna Steinunn Halldórsdóttir 37 punktar

2. Drífa Maríusdóttir 33 punktar

3. Berta Björnsdóttir 31 punktur


Öldungaflokkur karla 65+ (punktar):

1. Þórður Karlsson 36 punktar

2. Árni Ólafur Þórhallsson 33 punktar

3. Þorsteinn Geirharðsson 32 punktar


Hringur 2 er nú hafinn og hægt er að fylgjast með live skori hér.





154 views
bottom of page