top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Meistaramót - Dagur 2

Annar dagur Meistaramóts Golfklúbbs Suðurnesja fór fram í gær við nokkuð krefjandi aðstæður en nokkur vindur var í Leirunni og rigndi nokkuð eftir seinni hluta dags. Mikil spenna er í mörgum flokkum og áttu margir slæm og góð högg í gær. Snæbjörn Guðni Valtýsson átti besta högg dagsins er hann fór holu í höggi á 16. holu vallarins við mikinn fögnuð meðspilara og áhorfenda uppi á svölum golfskálans. Þetta er þriðji ásinn sem Snæbjörn Guðni fær á sínum ferli.


Þriðji keppnisdagur fer fram í dag og er hann oft kallaður „Moving day“ þar sem litið er á hann sem byrjun á seinni hálfleik og gott tækifæri á að koma sér upp stigatöfluna. Í dag ljúka Opni flokkur kvenna og Öldungaflokkur 65+ leik og það verður spennandi að sjá hver stendur uppi sem sigurvegari í þeim flokkum. Það er sigur fyrir marga að taka þátt í mótinu og klára alla dagana.


Staða efstu keppenda í hverjum flokki fyrir sig er eftirfarandi:


Meistaraflokkur karla:

1. Logi Sigurðsson 148 högg

2. Sigurpáll Geir Sveinsson 151 högg

3. Pétur Þór Jaidee 151 högg


Meistaraflokkur kvenna:

1. Fjóla Margrét Viðarsdóttir 171 högg

2. Andrea Ásgrímsdóttir 172 högg


1. flokkur karla:

1. Davíð Viðarsson 156 högg

1. Sigurður Vignir Guðmundsson 161 högg

3. Jón Þorkell Jónasson 163 högg


2. flokkur karla:

1. Bjarni Sæmundsson 167 högg

2. Ragnar Lárus Ólafsson 174 högg

3. Guðfinnur Sævald Jóhannsson 175 högg

3. Benedikt Sigurðsson 175 högg


2. flokkur kvenna:

1. Sara Guðmundsdóttir 189 högg

2. Anna María Sveinsdóttir 200 högg

3. Karitas Sigurvinsdóttir 201 högg


3. flokkur karla:

1. Róbert Örn Ólafsson 175 högg

2. Garðar Sigurðsson 176 högg

3. Vilmundur Ægir Friðriksson 179 högg


4. flokkur karla:

1. Breki Freyr Atlason 185 högg

2. Snorri Rafn Davíðsson 190 högg

3. Jóhannes Ellertsson 192 högg


50+ opinn flokkur karla (án forgjafar):

1. Kristinn Óskarsson 148 högg

2. Kristján Björgvinsson 156 högg

3. Sigurþór Sævarsson 157 högg


50+ opinn flokkur karla (með forgjöf):

1. Sigurþór Sævarsson 143 högg

2. Ólafur Birgisson 146 högg

3. Kristinn Óskarsson 147 högg

3. Kristján Björgvinsson 147 högg


Opinn flokkur kvenna (punktar):

1. Anna Steinunn Halldórsdóttir 74 punktar

2. Theódóra Friðbjörnsdóttir 67 punktar

3. Ragnhildur H. Guðbrandsdóttir 58 punktur


Öldungaflokkur karla 65+ (punktar):

1. Þorsteinn Geirharðsson 68 punktar

2. Gunnar Þórarinsson 62 punktar

3. Þórður Karlsson 62 punktar



Snæbjörn Guðni


Hirngur 3 er nú í fullum gangi, hægt er að fylgjast með live skori hér.



240 views
bottom of page