top of page

Meistaramót GS 2025 – Logi og Bylgja klúbbmeistarar í metþátttöku

  • Writer: Golfklúbbur Suðurnesja
    Golfklúbbur Suðurnesja
  • Aug 18
  • 3 min read

Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja fór fram dagana 13.–16. ágúst í Leirunni með metþátttöku – yfir 150 kylfingar tóku þátt.


Klúbbmeistarar Golfklúbbs Suðurnesja 2025 eru Logi Sigurðsson og Bylgja Dís Erlingsdóttir.

  • Logi tryggði sér titilinn í meistaraflokki karla og vann þar með sinn þriðja klúbbmeistaratitil eftir sigra árin 2021 og 2023.

  • Bylgja Dís fór með sigurinn í 1. flokki kvenna og varð þar með klúbbmeistari kvenna í fyrsta sinn.


Mótið hófst miðvikudaginn 13. ágúst í blíðskaparveðri. Strax fyrsta daginn gaf tóninn fyrir framhaldið þegar Logi Sigurðsson lék á 64 höggum – aðeins einu höggi frá vallarmetinu.


Á fimmtudeginum bættust við punktakeppnisflokkarnir. Þá voru „meistaramóts aðstæður“ í hámarki – flatirnar valtaðar og holustaðsetningarnar krefjandi. Þegar vindurinn tók að blása varð mótið jafnframt að alvöru áskorun, en andinn var engu að síður góður og baráttuandinn skein í gegn.


Þriðji dagurinn reyndist erfiður veðurfarslega. Seinni ræsingu dagsins þurfti að fresta í tvær klukkustundir vegna eldingaviðvörunar. Keppendur létu það ekki á sig fá, tóku á öllu sínu og kláruðu hringina – sumir rétt fyrir kl. 22 um kvöldið. Það var seigla í hverju höggi og kraftur í hverju skrefi.


Á lokadeginum var ræst af bæði 1. og 10. teig, og tók ræsingin rúmar tvær og hálfa klukkustund. Þegar kylfingar komu að 10. teig eftir fyrstu níu holur þurfti að gera 20–30 mínútna hlé vegna fjöldans. Þrátt fyrir það héldu jákvæðni og þolinmæði sínu striki – það var sannarlega gaman að fylgjast með.


Sigurvegarar í flokkum

  • Meistaraflokkur karla (klúbbmeistari): Logi Sigurðsson

  • 1. flokkur kvenna (klúbbmeistari): Bylgja Dís Erlingsdóttir

  • 1. flokkur karla: Davíð Jónsson

  • 2. flokkur karla: Róbert Helgi Ævarsson

  • Kvennaflokkur punktakeppni: Linda Hlín Heiðarsdóttir

  • Karlaflokkur punktakeppni: Fannar Helgi Rúnarsson

  • 65+ karla punktakeppni: Guðmundur Hafsteinn Ögmundsson

  • 65+ karla höggleik: Snæbjörn Guðni Valtýsson


(Full úrslit má finna neðar í fréttinni).


Á öllum par 3 holum voru veitt nándarverðlaun og skapaðist mikil stemning við teigana. Sérstaklega eftirminnileg stund varð á laugardeginum þegar völlurinn var þéttskipaður kylfingum og Jón Kristján Harðarson smellti í holu í höggi á 5. braut með 6-járni – tilþrif sem klárlega settu svip á mótið!


Við óskum öllum sigurvegurum og verðlaunahöfum innilega til hamingju – og þökkum öllum kylfingum fyrir frábæra daga í Leirunni!


Við þökkum jafnframt starfsmönnum og sjálfboðaliðum fyrir að leggja okkur til frábæran völl og glæsilega umgjörð mótsins. Sérstakar þakkir fær Hlynur og hans starfsfólk fyrir veitingar og góða þjónustu alla mótsdagana.


Mótinu lauk svo með skemmtilegu lokahófi þar sem kylfingar, fjölskyldur og vinir fögnuðu saman eftir fjóra eftirminnilega daga í Leirunni.


Úrslit Meistaramóts GS 2025:


Meistaraflokkur karla:

  1. Logi Sigurðsson – 278 högg

  2. Sveinn Andri Sigurpálsson – 289 högg

  3. Pétur Þór Jaidee – 293 högg


1. flokkur kvenna:

  1. Bylgja Dís Erlingsdóttir – 394 högg

  2. Sesselja Erla Árnadóttir – 403 högg

  3. Sara Guðmundsdóttir – 415 högg


1. flokkur karla:

  1. Davíð Jónsson – 317 högg

  2. Óskar Halldórsson – 319 högg

  3. Andri Vilhelm Guðmundsson – 323 högg


2. flokkur karla:

  1. Róbert Helgi Ævarsson – 344 högg

  2. Bragi Jónsson – 345 högg

  3. Guðmundur Juanito Ólafsson – 345 högg


Kvennaflokkur punktakeppni:

  1. Linda Hlín Heiðarsdóttir – 104 punktar

  2. Hjördís Baldursdóttir – 103 punktar

  3. Guðný Ólöf Gunnarsdóttir – 99 punktar


Karlaflokkur punktakeppni:

  1. Fannar Helgi Rúnarsson – 111 punktar

  2. Helgi Már Gíslason – 110 punktar

  3. Guðjón Skúlason – 106 punktar


65+ karla:

Punktakeppni með forgjöf:

  1. Guðmundur Hafsteinn Ögmundsson – 93 punktar

  2. Þorgeir Ver Halldórsson – 90 punktar

  3. Pétur Ægir Hreiðarsson – 86 punktar

Höggleikur:

  1. Snæbjörn Guðni Valtýsson – 242 högg


Nándarverðlaun:


HOLA 5:

1.     Davíð Garðarsson 87 cm

2.     Óskar Halldórsson 3,33 m

3.     Sören Heiðarson 5,40 m

4.     Jón Kristján Harðarson hola í höggi

 

HOLA 9

1.     Helgi Hermannsson 83 cm

2.     Jón Arnór Sverrisson 2,76 m

3.     Vilhjálmur Ingvarsson 2,11 m

4.     Jóhannes Ásgeirsson 2,47 m

 

HOLA 12:

1.     Ellert Arnbjörnsson 1,37 m

2.     Sesselja Árnadóttir 1,22 m

3.     Auðunn Hafþórsson 2,01 m

4.     Guðmundur Jens Guðmundsson 89 cm

 

HOLA 16:

 1.     Sara Guðmundsdóttir 2,87m

2.     Logi Sigurðsson 1,41m

3.     Björgvin Sigmundsson 1,34m

4.     Sveinn Björnsson 62 cm


ree


 
 
 

Comments


bottom of page