top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Nýir golfbílar

Það er með mikilli ánægju sem við segjum frá því að fjórir nýir golfbílar eru komnir í Leiruna. Það eru væntanlega margir sem fagna því að geta spilað Hólmsvöll í golfbíl en eins og margir félagsmenn vita hefur verið vöntun á bílum undanfarið.


Kaupin á bílunum eru gerð í samstarfi við Höld - Bílaleigu Akureyrar sem er nýr samstarfsaðili GS. Klúbburinn hlakkar mikið til samstarfsins sem án efa verður til þess að hægt verður að þjónusta betur þá kylfinga sem þurfa á golfbílum að halda.


Bílarnir eru rafmagnsbílar frá Club Car og eru með lithíum batteríi sem endist í allavega tvo 18 holu hringi.





235 views0 comments

Comments


bottom of page