top of page
Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Nafnakeppni

Kæru GS félagar.

Eins og mörgum er nú þegar kunnugt um munum við, Golfklúbbur Suðurnesja, sjá sjálf um veitingasöluna í Leirunni næsta árið. Undirbúningur er hafinn af krafti en hugmyndin er að bjóða upp á góðar einfaldar veitingar í kaffihúsastíl. Við viljum að félagsmenn og gestir fái löngun til að setjast niður í huggulegu umhverfi í klúbbhúsinu okkar fyrir eða eftir golfhring og gæða sér á því sem í boði er.


Okkur langar mikið til að finna gott nafn sem endurspeglar framangreint. Því hefur verið ákveðið að stofna til nafnakeppni meðal félagsmanna.

Allar hugmyndir skulu koma frá félagsmanni GS, sendast fyrir 1. mars á netfangið gs@gs.is merkt Nafnakeppni. Einnig skal koma fram fullt nafn og símanúmer þess sem sendir hugmyndina.

Búið er að skipa dómnefnd sem mun fara yfir allar innsendar hugmyndir nafnlausar.

Í verðlaun er 10.000 kr. inneign í veitingasölunni – fyrir utan auðvitað heiðurinn að nafninu 😉

Hlökkum til að heyra allar góðu hugmyndirnar 😃

8 views0 comments

Comments


bottom of page