top of page

Opnun Hólmsvallar

  • Writer: Golfklúbbur Suðurnesja
    Golfklúbbur Suðurnesja
  • Mar 27, 2017
  • 1 min read

Nú er golftímabilið að hefjast, vorið er komið í Leirunni. Í dag sást tjaldurinn í fyrsta sinn á vellinum þetta árið, hann er hinn eiginlegi vorboði okkar.

Í dag opnum við æfingasvæðið, boltavélin byrjar að malla og hægt að kaupa á æfingasvæðið í golfskálanum. Á laugardaginn verður fyrsta opna vormótið haldið í Leirunni, búið er að opna fyrir skráningu á golf.is og það fyllist fljótt. Á sunnudaginn verður tilboð á vallargjöldum (3.000 kr.) og opið inná sumarflatir, rástímaskráning á golf.is. Eftir það er bara komið sumar og völlurinn opinn.

 
 
 

Comments


bottom of page