top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Opnun vallar 2021

Gleðilegt sumar kæru kylfingar.


Golfklúbbur Suðurnesja fagnar sumrinu með opnun vallar. Tímabilið hófst í gær á sumardaginn fyrsta með glæsilegu Srixon móti en það voru rúmlega 100 metnaðarfullir kylfingar sem mættu í Leiruna og spiluðu. Keppendur voru til fyrirmyndar í sóttvörnum, allir með grímu innanhúss og pössuðu vel upp á að fara eftir þeim reglum sem okkur er gert að fylgja í þeim efnum. Viljum við þakka kærlega fyrir það.


Félagsmenn GS hafa verið duglegir að nýta sér vetrarvöllinn okkar og núna hefur verið opnað fyrir aðra kylfinga og hafa gestir tvo daga til að skrá sig á rástíma.


Þangað til 15. maí verður 50% afsláttur af vallargjaldi eða 4.000 kr.

Upplýsingar um vinavelli er að finna á heimasíðu GS.


Framundan er svo glæsilegt 1. maí mót sem styrkt verður af Courtyard by Marriott. Skráning í það hefst á næstu dögum.


Megum við öll eiga gott golfsumar :)
241 views

Commentaires


bottom of page