top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Sex afrekskylfingar GS skrifa undir Leikmannasamning A

Það voru þau Logi Sigurðsson, Pétur Þór Jaidee, Björgvin Sigmundsson, Sveinn Andri Sigurpálson, Fjóla Margrét Viðarsdóttir og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson sem skrifuðu öll nýlega undir Leikmannasamning A við Golfklúbb Suðurnesja.


Sveinn Björnsson, formaður GS, Sigurður Sigurðsson, formaður afreksnefndar GS og Sigurpáll Sveinsson, íþróttastjóri GS undirrituðu samningana fyrir hönd golfklúbbsins.


Íþróttastjóri GS og afreksnefnd GS eru þau sem velja kylfinga til þátttöku í þessu samstarfi og í þessum hópi er keppnisfólk GS sem stundar markvissar æfingar allt árið.


Kylfingur sem er á A samningi skuldbindur sig til að keppa undir merkjum GS og taka virkan þátt í mótaröðum Golfsamband Íslands og meistaramóti GS. Allir sex kylfingar voru sammála um að vera góða fyrirmynd annarra iðkenda og félagsmanna GS og leggja fram sína krafta við uppbyggingu á barna, unglinga og nýliðastarfi GS.


Við óskum öllum sex félagsmönnum hjartanlega til hamingju með samningana og óskum þeim góðs gengis á komandi golf tímabili.


Áfram GS, titlar í hús!
650 views
bottom of page