top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Sigurpáll Geir Sveinsson ráðinn íþróttastjóri GS

Stjórn GS hefur samið við Sigurpál Geir Sveinsson um starf íþróttastjóra Golfklúbbs Suðurnesja. Sigurpáll mun hefja störf á næstunni og frá og með mánaðarmótum janúar/febrúar vera kominn í fullt starf hjá Golfklúbbnum.

Með ráðningu Sigurpáls, eða Sigga Palla eins og flestir þekkja hann, er horft til framtíðar með metnaðarfullum augum. Við sjáum fyrir okkur að efla afreksstarfið til muna sem og þjónustu við hinn almenna kylfing í klúbbnum.

Sigurpáll er menntaður PGA-kennari og hefur lengi verið áberandi í golfheiminum, bæði sem keppandi og golfkennari. Hann er þrefaldur Íslandsmeistari og var einn af okkar fremstu kylfingum um árabil. Sigurpáll hefur unnið sem golfkennari í 10 ár og náð góðum árangri með börn, unglinga, afreksfólk og ekki síst hinn almenna kylfing.

Við bjóðum Sigga Palla velkominn til starfa og blásum til sóknar.

Fyrir hönd stjórnar GS, Jóhann Páll Kristbjörnsson formaður

 

Ljósmynd: Frá undirritun samningsins: Jóhann Páll formaður, Sigurpáll íþróttastjóri og Guðmundur Rúnar varaformaður.

52 views0 comments
bottom of page