Á laugardaginn (19. sept) verður lokahóf klúbbsins haldið í Leirunni. Þar verða m.a. sigurvegarar helstu móta GS krýndir en eftirfarandi eru úrslit sumarsins:
Ólafur E. Hrólfsson sigraði bikarkeppni GS en hann sigraði Marc Mcausland í spennandi úrslitaleik.
Geysisdeildin tókst vel í sumar og er óhætt að segja að það hafi verið mikil stemning hjá keppendum á leikdögum. Sigurliðið 2020 var HS bræður en þeir unnu einmitt líka á síðasta ári. Liðið sigraði Forsetana í skemmtilegum úrslitaleik.
Haldin voru öll stigamót sem voru á dagskrá eða 12 talsins og telja því 10 mót.
Stigameistari karla 2020 var Samúel Óskar Júlíusson Auay með 373 pkt. Pétur Þór Jaidee var í öðru sæti með 365 pkt og Róbert Smári Jónsson kom fast á hæla honum með 362 pkt.
Stigameistari kvenna 2020 var Svandís Þorsteinsdóttir með 317 pkt. Í öðru sæti var Guðríður Vilbertsdóttir með 311 pkt og í þriðja sæti var stigameistari síðasta árs, Karítas Sigurvinsdóttir með 291 pkt.
Comments