top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Skötuveisla GS

Á Þorláksmessu munu krakkar úr GS standa vaktina í golfskálanum í Leiru og bera fram dýrindis skötu og saltfisk úr Garðinum. Allur ágóði af skötuveislunni rennur í ferðasjóð krakkanna og því viljum við hvetja félaga að fjölmenna til að:

  1. Styrkja krakkana

  2. Njóta góðra veitinga með góðum félögum

  3. Taka pásu frá undirbúningi jólanna

  4. Losna við allt umstang … og uppvask

  5. Losna við lyktina úr heimahúsum

Það eru örugglega miklu fleiri ástæður en þessar til að koma í skötu til GSkrakkana … en hver þarf ástæðu til að gæða sér á kæstri skötu, saltfiski og meðlæti?

 

Skötuveislan stendur frá 11 til 14 á Þorláksmessu – verð 4.000 kr. á mann

Til að auðvelda allan undirbúning eru félagar beðnir að boða komu sína, tíma og fjölda, til formanns GS í tölvupósti (johann[at]gs.is) eða í síma 771-2121

Það eru allir velkomnir í Skötuveisluna, GSingar og allir hinir!

0 views0 comments
bottom of page