top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Staðan eftir annan dag í Leirumótinu

Öðrum keppnisdegi af þremur er lokið í Leirumótinu – sem haldið er í samstarfi við Golfbúðina og Courtyard by Marriott.

Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili leiðir mótið en hann lék á 70 höggum í dag og er þá samtals á 136 höggum, 8 undir pari. Í öðru sæti er Andri Már Óskarsson á 139 höggum, þremur höggum á eftir Axel. Í þriðja sæti er Sigurður Bjarki Blumenstein á samtals142 höggum.

Besta skor dagsins var 69 högg en það voru Birgir Björn Magnússon og Hlynur Bergsson sem áttu það skor.

Staða efstu kylfinga í karlaflokki:


1. Axel Bóasson (GK): 136 högg, -8 (66-70)

2. Andri Már Óskarsson (GOS): 139 högg, -5 (69-70)

3. Sigurður Bjarki Blumenstein (GR): 142 högg, -2 (69-73)



Í kvennaflokki leiðir Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur með átta höggum eftir að hafa spilað annan hringinn á 73 höggum eða 1 höggi yfir pari. Hún er samtals á þremur höggum yfir pari. Öðru sætinu deila þær Saga Traustadóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Andrea Ýr Ásmundsdóttir úr Golfklúbbi Akureyrar á 11 höggum yfir pari. Höggi á eftir þeim er svo Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr Golfklúbbi Selfoss. Það er gaman að segja frá því að GS-ingurinn Fjóla Margrét Viðarsdóttir er yngsti keppandinn í kvennaflokki en hún er einungis 14 ára gömul. Þetta er hennar fyrsta mót í stigamóti þeirra bestu og er hún í fimmta sæti eftir annan daginn sem telja má frábæran árangur.


Staða efstu kylfinga í kvennaflokki:


1. Berglind Björnsdóttir (GR): 147 högg, +3 (74-73)

T2. Saga Traustadóttir (GR): 155 högg, +11 (78-77)

T2. Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA): 155 högg, +11 (76-79)

4. Heiðrún Anna Hlynsdóttir (GOS): 156 högg, +12 (80-76)



Þetta var krefjandi dagur við nokkuð blautar og vindasamar aðstæður. Á morgun er mun minni vindur í kortunum og verður spennandi að fylgjast með hvernig mótið endar. Fólk er hvatt til að leggja leið sína í Leiruna og fylgjast með okkar bestu kylfingum klára mótið.






97 views0 comments
bottom of page