top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Staðan eftir fyrsta daginn í Leirumótinu


Fyrsta keppnisdegi af þremur er lokið á Leirumótinu – sem haldið er í samstarfi við Golfbúðina í Hafnarfirði og Courtyard by Marriott. Leirumótið er hluti af stigamótaröð GSÍ og það þriðja á keppnistímabilinu. Golfklúbbur Suðurnesja er framkvæmdaraðili mótsins og fer mótið fram á Hólmsvelli í Leiru.

114 keppendur taka þátt í mótinu, 93 í karlaflokki 21 í kvennaflokki.


Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili er efstur í karlaflokki en hann lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari. Einu höggi á eftir honum, á 67 höggum, er Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Þriðja sætinu deila þeir Sigurður Bjarki Blumenstein (GR), heimamaðurinn Pétur Þór Jaidee og Andri Már Óskarsson (GOS) en þeir léku allir á 69 höggum eða 2 höggum undir pari vallarins.

Staða efstu kylfinga í karlaflokki:


1. Axel Bóasson (GK): 66 högg (-6)

2. Aron Snær Júlíusson (GKG): 67 högg (-5)

T3. Sigurður Bjarki Blumenstein (GR): 69 högg (-3)

T3. Pétur Þór Jaidee (GS): 69 högg (-3)

T3. Andri Már Óskarsson (GOS): 69 högg (-3)



Í kvennaflokki er Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur efst á 74 höggum eða 2 höggum yfir pari. Öðru sætinu deila þær Helga Signý Pálsdóttir (GR), Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA) og Ásdís Valtýsdóttir (GR) á 76 höggum.


Staða efstu kylfinga í kvennaflokki:


1. Berglind Björnsdóttir (GR): 74 högg (+2)

T2. Helga Signý Pálsdóttir (GR): 76 högg (+4)

T2. Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA): 76 högg (+4)

T2. Ásdýs Valtýsdóttir (GS): 76 högg (+4)


Frábær dagur í dag við nokkuð erfiðar aðstæður. Ástand vallarins er einstaklega gott og voru keppendur sér og sínum klúbbum til sóma. Það verður gaman að fylgjast með framvindu mótsins um helgina.


Mótið er eins og áður segir hluti af stigamótaröð GSÍ en framundan er einnig skemmtileg keppni hjá kylfingum að tryggja sér keppnisrétt á fyrsta Íslandsmóti tímabilsins, Íslandsmótinu í holukeppni – sem fram fer í Þorlákshöfn um miðjan júní 2021. Hér er hægt að skoða stöðuna á stigalistunum.








160 views0 comments
bottom of page