top of page

Stigameistarar, Bikarmeistari og Bændaglíma 2025

  • Writer: Golfklúbbur Suðurnesja
    Golfklúbbur Suðurnesja
  • Oct 17
  • 2 min read

Alls tóku 173 kylfingar þátt í Stigamótum ársins (139 karlar og 34 konur) og 96 kylfingar í Bikar­keppninni.


Guðrún Þorsteinsdóttir leiddi stigamótaröðina fyrir lokamót og gulltryggði titilinn með frábærri frammistöðu í Langbest Stigamótinu, þar sem hún skilaði inn 40 punktum. Guðrún sýndi mikla stöðugleika yfir sumarið og spilaði á 34, 34, 41 og 40 punktum – glæsilegur árangur sem skilaði henni Stigameistaratitlinum hjá konum 2025.


Í karlaflokki tryggði Þorgeir Ver Halldórsson sér titilinn með kraftmiklum lokahring. Fyrir lokamótið hafði Þorgeir aðeins tekið þátt í þremur mótum og var ekki talinn með meðal efstu manna, en með stöðugum og sterkum leik – 37, 38, 38 og 38 punktum – endaði Þorgeir með 151 stig og nafnbótina Stigameistari karla 2025


Topp 5 í Stigamótaröð kvenna:

  1. Guðrún Þorsteinsdóttir – 149 stig

  2. Annar M. Sveinsdóttir – 139

  3. Guðný Gunnarsdóttir – 138

  4. Karitas Sigurvinsdóttir – 138

  5. Bylgja Erlingsdóttir – 136


Topp 5 í Stigamótaröð karla:

  1. Þorgeir Ver Halldórsson – 151 stig

  2. Davíð Jónsson – 143

  3. Snorri R.W. Davíðsson – 143

  4. Kristján Sigurðarson – 141

  5. Sigurður Stefánsson – 140


Valdimar Birgisson sigraði í Bikar­keppni Golfklúbbs Suðurnesja 2025 eftir að hafa lagt Þorgeir Ver Halldórsson að velli 3&2 í úrslitaleiknum. Á leið sinni í úrslit sýndi Valdimar bæði seiglu og stöðugleika – hann vann á 19. holunni í dramatískum undanúrslitaleik gegn Sólveigu Björgvinsdóttur, og sigraði aðra leiki 3&1, 3&2, 2&0 og 4&3.


Valdimar var fjarri góðu gamni á verðlaunaafhendingunni og tók Karitas Sigurvinsdóttir við verðlaununum fyrir hans hönd.


Áður en stigameistarar og bikarmeistari voru krýndir fór fram árleg Bændaglíma Golfklúbbs Suðurnesja, þar sem bændurnir Sigurður Sigurbjörnsson (rauða liðið) og Rúnar Sigurvinsson (bláa liðið) leiddu sínar sveitir til orrustu.


Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið með keppendum var spennan í algleymingi fram á síðasta leik – og úrslitin réðust á loka púttinu í lokaleiknum. Að lokum lauk Bændaglímunni í ár með dramatísku meistarajafntefli og brosi á báða bóga.


Enn eitt skemmtilegt uppgjör Bændaglímunnar í bókina – þar sem húmor, samkennd og keppnisskap eru í forgrunni.


Til hamingju Guðrún, Þorgeir og Valdimar – og innilegar þakkir til allra sem tóku þátt í sumar! 


ree

 
 
 

Comments


bottom of page