top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Sumarkveðjur úr Leirunni

Gleðilegt sumar kæru félagar. Það er nú ekkert sérstaklega sumarlegt um að lítast í Leirunni þennan sumardaginn fyrsta, en eigum við ekki bara líta á það sem góðan fyrirboða fyrir komandi golfsumar? Fall er fararheill!

Vorið hefur ekki verið neitt sérstaklega gott með tilliti til golfiðkunar, veður hefur verið frekar niðurdrepandi og tafið gróanda á Hólmsvelli. En við lítum björtum augum fram veginn. Frá og með morgundeginum er komið sumar í Leirunni, fastur opnunartími í golfskálanum verður á virkum dögum frá 8.30 til 18.00 og 8.00 til 14.00 um helgar. Opnunartími lengist svo þegar líður lengra inn í tímabilið.

Í dag er golfskálinn opinn frá 9.00 til 13.00 og heitt á könnunni.


Á laugardaginn verður opið mót í Leirunni, veðurspá er með ágætum og búið er að opna fyrir skráningu á golf.is.

Ágætu GSingar, ég hlakka til skemmtilegs golfsumarsins með ykkur, Jóhann Páll Kristbjörnsson formaður Golfklúbbs Suðurnesja

2 views
bottom of page