top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Tappagötun framundan á Hólmsvelli


Næsta mánudag og þriðjudag (18-19.sept) verður farið í að tappagata flatirnar á Hólmsvelli. Í kjölfarið verður einnig farið í að bæði sanda og sá í flatirnar. Um er að ræða fíntappagötun (12 mm) og verða flatirnar fljótar að gróa saman á ný. Eins og félagsmenn þekkja vel eru flatirnar á Hólmsvelli í algjörum sérflokki í ár og er þessi nauðsynleg aðgerð framkvæmd á þessum árstíma til að lofta og losa flatirnar við óæskilegar grastegundir og bæta gæði flatanna fyrir komandi vetur og næsta sumar.


Búast má við að kylfingar finni fyrir raski næstu daga á eftir en flatirnar ættu að vera komnar í frábært ásigkomulag á 2 til 3 vikum eftir aðgerðir. Óhjákvæmilega verður völlurinn lokaður á meðan unnið er að þessum mikilvægum aðgerðum. Þannig að í næstu viku verður Hólmsvöllur:

  • Mánudag (18/9) og þriðjudag (19/9): Völlurinn lokaður

  • Miðvikudag (20/9) og fimmtudag (21/9): Seinni níu holur verða áfram lokaðar en opið verður inn á fyrri níu

  • Föstudag (22/9) = Opið aftur inn á allar holur en teymið verður áfram að vinna í flötunum.

Hér fyrir neðan er linkur inn á myndband sem útskýrir aðgerðirnar framundan: Fore The Golfer: Why Aerate The Greens? - YouTube





206 views
bottom of page