top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Tvær vikur í aðalfund

Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja 2019 verður haldinn sunnudaginn 1. desember nk. í golfskálanum í Leiru og hefst fundurinn kl. 16.00.

 

Í fimmtu grein laga Golfklúbbsins er gerð grein fyrir dagskrá fundarins: Störf aðalfundar eru: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Skýrsla stjórnar fyrir síðasta starfsár. 3. Reikningar lagðir fram og skýrðir. 4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Atkvæðagreiðsla um reikningana. 5. Lagabreytingar. 6. Lögð fram tillaga um gjaldskrá. 7. Kosning formanns. 8. Kosning fjögurra stjórnarmanna. 9. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara. 10. Önnur mál.

 

Ég vil benda félögum í GS sérstaklega á sjöttu grein sömu laga og lúta að væntanlegum framboðum: 6. grein. Afl atkvæða ræður á aðalfundi. Atkvæðisrétt hafa allir félagsmenn GS 18 ára og eldri sem greitt hafa árgjald þess starfsárs sem er að ljúka og mættir eru á aðalfund. Þeir eru einnig kjörgengir til stjórnarkjörs. Tilkynningar um framboð til stjórnar þurfa að hafa borist skrifstofu GS minnst viku fyrir aðalfund.

Ég hvet alla félaga í Golfklúbbi Suðurnesja, sem bera hag klúbbsins fyrir brjósti og hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum til að tryggja áframhaldandi uppgang hans, að gefa kost á sér til stjórnar- eða nefndarstarfa og tilkynna það formanni uppstillingarnefndar eigi síðar en viku fyrir fund. Fyrir uppstillingarnefndinni fer John Berry og er hægt að senda honum tölvupóst á berry[at]simnet.is eða hafa sambandi við Andreu framkvæmdastjóra á andrea[at]gs.is eða í síma GS, 421-4100.

5 views
bottom of page