• andrea2401

Vetrargolf opnar

Kæru félagar.


Við getum spilað golf á ný :)

Í ljósi nýrra Covid reglna munum við opna Hólmsvöll á morgun, föstudaginn 11. desember. Völlurinn verður í vetrarbúningi og biðjum við félaga að vera meðvitaða um viðkvæmni vallarins. Notast skal við vetrarflatir og vetrarteiga, helst að slá utan brautar og alltaf að laga torfuför.


Völlurinn er einungis opinn fyrir félagsmenn og til að mega spila verður að eiga bókaðan rástíma á Golfbox.


Að öðru leyti biðjum við alla að virða vel allar sóttvarnarreglur.


Góða skemmtun :)165 views

Garðskagavegur, 232 Reykjanesbæ

421-4100 ~ gs@gs.is

Kt. 530673-0229 

Reikningsnúmer 0121-26-3286

VSK nr. 41338

  • Instagram
  • Facebook
  • TripAdvisor