top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Íslandsbanka- og Áskorendamótaröðin 2019

Stjórn Golfklúbbs Suðurnesja hefur ákveðið að bjóða öllum þátttakendum í Íslandsbankamótaröðinni og Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2019 að leika Hólmsvöll í Leiru tvisvar sinnum í sumar án endurgjalds. Með þessu viljum við styðja við bakið á okkar yngstu kylfingum, veita þeim tækifæri til að auka hæfni sína og kynnast fleiri og fjölbreyttari völlum.

Einu skilyrðin sem GS setur eru að kylfingar hafi tekið þátt í fyrrgreindum mótum og að börn yngri en tólf ára hafi eldri fylgdarmann með sér. Sé fylgdarmanneskja ekki til taks en kylfingnum langar að leika Leiruna getur GS boðið honum félagsskap sé þess óskað með góðum fyrirvara.

Með golfkveðju fyrir hönd stjórnar GS, Jóhann Páll Kristbjörnsson, formaður

 

Núna um helgina hefst keppni í Íslandsbankamótaröðinni á Garðavelli á Akranesi og Áskorendamótaröðinni á Kálfatjarnavelli í Vogum. Allar nánari upplýsingar um mótin má finna á golf.is.

Fyrir hönd Golfklúbbs Suðurnesja taka eftirtaldir kylfingar þátt í Íslandsbankamótaröðinni:

Auðunn Fannar Hafþórsson, Fjóla Margrét Viðarsdóttir, Kinga Korpak, Logi Sigurðsson, Róbert Smári Jónsson og Sveinn Andri Sigurpálsson.

Fyrir hönd Golfklúbbs Suðurnesja taka eftirtaldir kylifngar þátt í Áskorendamótaröðinni:

Einar Harðarson, Lovísa Björk Davíðsdóttir, Sólon Siguringason, Ingi Rafn William Davíðsson, Kári Siguringason, Skarphéðinn Óli Önnu Ingason og Snorri Rafn William Davíðsson.

Við óskum öllum keppendum góðs gengis og hvetjum GSinga til að mæta og hvetja sitt fólk. Áfram GS!

5 views
bottom of page