top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Íslandsmeistarar 2018 standa sig frábærlega

Sveit GS í flokki 12 ára og yngri freistar þess að verja Íslandsmeistaratitil sinn á Íslandsmóti golfklúbba sem fer fram á völlum GKG (Mýrinni), GK (Sveinskotsvelli) og GR (Korpúlfsstaðavelli).

Það er óhætt að segja að þessir snillingar láta ekki deigan síga og hafa þau landað 20 stigum af 24 á fyrstu tveimur dögunum. Í fyrsta leik unnu krakkarnir Leyni frá Akranesi 5,5:0,5, því næst Golfklúbb Mosfellsbæjar 6:0. Í dag byrjuðu krakkarnir á að sigra Keili 5,5:0,5 og gerðu síðan 3:3 jafntefli við Golfklúbb Reykjavíkur. Á morgun etja þau að lokum kappi við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, sigri GS eða geri jafntefli er Íslandsmeistaratitillinn 2019 í höfn.

Frábærir krakkar – áfram GS!

0 views
bottom of page