top of page
  • Writer's pictureGolfklúbbur Suðurnesja

Íslandsmótið í höggleik í Vestmannaeyjum

Íslandsmótið í höggleik fór fram dagana 4.-7. ágúst hjá GV í Vestmannaeyjum. Völlurinn skartaði sínu fegursta og var öll umgjörð hjá eyjafólki til mikillar fyrirmyndar. Veðrið fyrsta daginn var krefjandi, norðan 10 metrar á sekúndu og miklir sviftivindar í dalnum. Dagur 2 og 3 voru mjög góðir til golfleiks enda sást það á skorinu hjá bestu kylfingum landsins. Lokaumferðin hófst kl. 06 á sunnudeginum og var það von mótsstjórnar að mögulega yrði hægt að ljúka leik áður en lægðin skylli á. Stöðva þurfti leik um kl. 10.30 og eftir margar tilraunir tókst ekki að hefja leik að nýju og því endaði þetta mót sem 54 holur í stað 72.

Íslandsmeistari í karlaflokki varð Kristján Þór Einarsson frá GM og í kvennaflokki var það hin unga Perla Sól Sigurbrandsdóttir frá GR sem vann titilinn. GS óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn.


GS átti 8 keppendur í mótinu í ár sem er meira en oft áður. Pétur Þór Jaidee stóð sig best af strákunum og endaði jafn í 19. sæti á 3 höggum yfir pari. Flott mót hjá Pétri sem er stöðugt að bæta sig sem kylfingur. Logi Sigurðsson átti líka gott mót og endaði 1 höggi á eftir Pétri.


Staðan á okkar mönnum eftir mótið


19. Pétur Þór Jaidee

23. Logi Sigurðsson

37. Björgvin Sigmundsson

57. Rúnar Óli Einarsson

66. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson

79. Margeir Vilhjálmsson

96. Ævar Pétursson


Þetta var fyrsta Íslandsmót fullorðinna sem Fjóla Margrét tók þátt í. Hún spilaði nokkuð jafnt golf allt mótið og endaði hún í 21. sæti af 41 keppanda. Fínasti árangur hjá okkar stúlku og frábær reynsla fyrir hana.


Allir fulltrúar Golfklúbbs Suðurnesja voru sjálfum sér og klúbbnum til mikils sóma og megum við vera stolt af okkar fólki.

Áfram GS!



Fjóla Margrét slær teighögg á 15. holu.

76 views
bottom of page