top of page
REGLUGERÐ UM STIGAMÓT GS

 

Reglugerð samþykkt af stjórn Golfklúbbs Suðurnesja 13. apríl 2022
 

1. Leikin eru 8 stigamót á leiktímabilinu maí til september.

2. Mótin eru innanfélagsmót, eingöngu opin fyrir félagsmenn í GS til þátttöku og verðlauna, nema annað sé tekið fram. Kylfingar úr öðrum klúbbum geta tekið þátt í mótunum fyrir sérstakt gjald.

 

3. Þátttökugjald er ákveðið af mótanefnd fyrir hvert tímabil.

 

4. Leikin er Stableford-punktakeppni í opnum forgjafarflokki. Karlar leika af teigum 55 kk, konur af teigum 46 kvk. Kylfingar geta óskað eftir leyfi mótsstjórnar til að leika af öðrum teigum sé það gert áður en leikur hefst.

 

5. Hámarks gefin forgjöf er 36

 

6. Verðlaun eru veitt fyrir 1. til 5. sæti í punktakeppni. og eru verðlaun í formi gjafabréfa. Einnig eru veitt tvenn aukaverðlaun. 

 

7. Hvert stigamót er spilað á þriðjudegi en heimilt er að færa mótið yfir á annan dag ef fresta þarf móti.

8. Að hverju móti loknu er birtur stigalisti. Öll stigamótin hafa jafnt stigavægi. Stig eru gefin eftir punktafjölda (stableford) í hverju mót fyrir sig (dæmi: leikmaður með 35 punkta með forgjöf fær 35 stig). 

 

9. Í lok árs, að loknum öllum stigamótum tímabilsins verða krýndir stigameistari karla og stigameistari kvenna. Verðlaunaafhending fer fram á lokahófi GS. Fimm bestu mótin af átta telja til stiga.

 

11. Hvert mót mun hafa sjálfstæðan styrktaraðila. Mótin eru auglýst sérstaklega og fyrirkomulag þeirra, t.d. allir keppendur ræstir út samtímis eða skráð á rástíma.

bottom of page