REGLUGERÐ UM VAL
Í SVEITIR FULLORÐNA
Val í karlasveit GS
Sveitina skipa allt að átta kylfingar og verður hún valin í síðasta lagi fimm dögum fyrir mót. Allt að sex kylfingar munu spila sig inn í sveitina og liðsstjóri mun velja restina eða ákvarða hvernig skal standa að vali til að fylla upp í sveitina (íþróttastjóri og afreksnefnd eru liðstjóra til ráðgjafar).
Stigamótaröð GS. Tveir efstu á stigalistanum eftir mótið þann 16. júlí spila sig inn. Athugið að ef einstaklingur ætlar að taka þátt í þessu verður hann að leika af hvítum teigum og mun það líka gilda í Stigamótaröð GS (tilkynna þarf starfsmanni í skála að leikið sé af hvítum teigum áður en viðkomandi hefur leik)
Stigamótaröð GSÍ. Tveir efstu eftir síðasta mót fyrir keppnina.
Meistaramót GS. Tveir efstu í meistaraflokki spila sig inn.
Ef sami einstaklingur er á fleiri en einum stað á listunum mun þessi regla gilda. Fyrst verður tekið þriðja sæti í meistaramótinu og svo þriðja í stigamótaröð GS ef þarf.
Val í kvennasveit GS
Kvennasveitin verður valin af liðsstjóra og íþróttastjóra eigi síðar en viku fyrir mót.
Reglur um val í öldungasveitir GS
Karlasveitina skipa níu leikmenn og verður hún skipuð:
Íþróttastjóri GS velur sveitina eigi síðar en 10 dögum fyrir mót. Horft verður til hringja sem spilaðir hafa verið á gulum teigum.
Kvennasveitina skipa sex leikmenn og verður hún skipuð:
Íþróttastjóri GS velur sveitina eigi síðar en 10 dögum fyrir mót. Horft verður til hringja sem spilaðir hafa verið á rauðum teigum.
Á vordögum hvers árs verður sendur út tölvupóstur til kylfinga og spurðir hvort þeir gefi kost á sér í sveit GS það árið.