top of page

STAÐARREGLUR

VALLARMÖRK

Hælar, girðingar, flestar hvítmerktir, umhverfis völlinn og svo sem merkt er með hvítum hælum (eða punktum á sjóvarnargarði). Klúbbhúsið ásamt tilheyrandi varanlegu slitlagi er utan vallar.

 

ÓHREYFANLEGIR HINDRANIR (REGLA 16 OG SKILGREINING)

Skáli við 10. teig og steinbrú á 16. holu, fjarlægðarvísar (hellur), boltaþvottastandar, auglýsinga- og teigskilti.
Jarðfastir steinar á snöggslegnu, almennu svæði og sjáanlegir fastir hlutar vökvunarkerfis.
Hælar, með/ásamt íþræddu bandi sem marka eða takmarka gönguleiðir, og vegvísar úr málmi til næsta teigs eða hvar skuli fara með kerrur.
Hellulagðir fletir við teiga og tréþrep upp á þá, ásamt skóhreinsunarbás við golfskála. Jarðfastir hlutir við teiga, svo sem bekkir, ílát fyrir brotin tí og sorpkassar.Steinar í glompum eru lausung en hrífustandar eru hreyfanlegar hindranir.

MÖRK TJARNA SEM VÍTASVÆÐA

Mörk miðast við lóðrétta bakka þeirra (rauðir hælar væru þar viðeigandi svo sem við önnur vítasvæði ef til kemur)

​Víti fyrir brot á staðarreglu er tvö högg.

 

SÉRREGLUR

I Kylfuför: Lagi kylfingur ekki kylfufar eftir sig og leggi torfusnepil aftur í kylfufarið telst það brot á sérreglu I.

II Óleyfilegt er að veiða eða tína bolta í tjörnum, fjöru eða á öðrum stöðum Leirunnar. Kylfingar mega sækja sinn eigin bolta í torfærur eða út fyrir vallarmörk en umfram það er þeim óheimilt að tína bolta.

III Tjörn á fjórðu braut er grund í aðgerð ásamt tilheyrandi blámerktu svæði.

​Víti fyrir brot á sérreglu er eitt högg.

bottom of page