top of page

Golfklúbbur Suðurnesja

STAÐARREGLUR

Staðarreglur 2025 – Hólmsvöllur í Leiru
Almennar staðarreglur—í gildi frá 07. ágúst 2025

1.
Vallarmörk (regla 2.1):
a.
Hvítir hælar umhverfis völlinn
b.
Grjótgarður meðfram sjávarsíðu, 13. Holan undanskilin.
c.
Varanlegt slitlag við golfskála telst vera utan vallar
2.
Óhreyfanlegar hindranir, óeðlilegar vallaraðstæður (regla 16.1):
a.
Jarðfastir steinar á snöggslegnu svæði á almenna svæðinu.
b.
Fjarlægðarmerkingar, vökvunarkerfi, bekkir, ruslatunnur og jarðföst skilti.
3.
Hreyfanlegar hindranir (regla 15.2):
a.
Öll minni skilti sem t.d. vísa til næsta teigs eða hvar skuli fara með golfkerrur/golfbíla.
4.
Grund í aðgerð óeðlilegar vallaraðstæður (regla 16.1):
a.
Svæði merkt með bláum hælum og/eða bláum línum er grund í aðgerð
b.
Svæði merkt með bláum hælum með hvítum toppi er grund í aðgerð og jafnframt bannreitur, þar sem ekki má leika boltanum þar sem hann liggur, sjá reglur 16.1f
c.
Á 13. Braut nær framkvæmdasvæði hægra megin við braut, frá teig og aftur fyrir flöt, það framlengist óendanlega fram yfir grjótgarð meðfram sjávarsíðu og því eru engin vallarmörk þegar brautin er leikin.
5.
Vítasvæði (regla 17):
a.
Sé vítasvæði merkt aðeins öðru megin, merkir það að mörk þess framlengjast óendanlega.
b.
Á 13. braut nær vítasvæði hægra megin við braut frá teig og aftur fyrir flöt, það framlengist óendanlega yfir grjótgarð og því engan vallarmörk þar.
c.
Allar ómerktar tjarnir teljast rauð vítasvæði, sjá skilgreiningu á vítasvæðum.
6.
Hluti vallar
a.
Húsarústir frá bænum Melbæ, vinstra megin við 13. flötina og hægra megin við 7. brautina eru hluti vallar og engin lausn veitt frá rústunum. Sjá skilgreiningu á „Hluti Vallar“
7.
Röng Flöt (regla 13.1f), til að vernda flötina og svuntuna:
a.
Stöðvist bolti á rangri flöt eða á svuntu við ranga flöt,
b.
eða staða leikmanns er á rangri flöt eða á svuntu við ranga flöt.
c.
Verður að taka fulla lausn frá röngu flötinni og svuntu hennar.
d.
Lausnarsvæði er stysta leið útaf flötinni, ekki nær holu, og ekki nær flötinni en 2 kylfulengdir (driver)

bottom of page