UMGENGNISREGLUR
GÆTIÐ ÁVALLT FYLLSTA ÖRYGGIS
-
Sýnið ávallt ýtrustu varkárni þegar þið sveiflið kylfunni.
-
Verið viss um að aðrir kylfingar séu ekki í höggfæri þegar þið sláið ykkar högg.
-
Kallið „FORE“ ef minnsta hætta er á að ykkar bolti geti hitt einhvern.
-
Vallarstarfsmenn við vinnu eiga allan rétt, bíðið ávallt eftir merki þeirra.
SÝNIÐ YKKAR BESTU HLIÐAR
-
Sýnið öðrum tillitssemi, prúðmennsku og kurteisi.
KLÆÐNAÐUR
-
Mælst er til þess að kylfingar klæðist snyrtilegum golffatnaði.
-
Notið ekki skó sem geta valdið skemmdum á flötum.
LEIKHRAÐI
-
Eingöngu má hefja leik á fyrsta teig (nema með samþykki ræsis).
-
Leikið án tafar og fylgið leiðbeiningum um leikhraða á skorkorti.
-
Haldið uppi leikhraða og hleypið framúr.
-
Á álagstímum eru kylfingar hvattir til að taka upp hafi þeir ekki lokið leik á holunni en notað fleiri högg en tvöfalt par brautarinnar.
-
Yfirgefið flötina um leið og leik er lokið á henni og skráið skorið á næsta teig.
TAKMARKANIR
-
Kylfingar eru hvattir til að leika af þeim teigum sem hæfa þeirra forgjöf
-
(Kylfingar sem ekki hafa skráða forgjöf eða hafa yfir 30 í forgjöf eru hvattir til að leika af fremstu teigum).
-
Kylfingum er óheimilt að leika fleiri en einum bolta í einu. Æfingar á Hólmsvelli eru með öllu bannaðar.
-
Leikur tveggja með tvær kúlur og eitt golfsett er bannaður.
GANGIÐ VEL UM GOLFVÖLLURINN
-
Haldið vellinum hreinum og setjið allt rusl í ruslatunnur.
-
Farið eftir vegvísum og umferðarmerkjum og hlífið viðkvæmum svæðum.
-
Leggið torfusnepla í kylfuför, rakið glompur og leggið hrífur á sinn stað.
-
Gerið við boltaför á flötum með flatargafli.
-
Farið ekki með golfpoka eða kerrur inn á flatir eða teiga.
-
Óheimilt er að fara með golfkerrur og golfbíla á milli flatarglompu og flatar.
EFTIRLIT MEÐ LEIK
-
Eftirlit með leik, leikhraða og umgengni á vellinum er í höndum ræsis og eftirlitsmanna.
-
Kylfingum ber að framvísa félagsskírteini eða kvittun fyrir greiðslu vallargjalds sé þess óskað.
-
Kylfingur sem hefur leik á vellinum án þess að hafa til þess heimild telst hafa skuldbundið sig til greiðslu tvöfalds vallargjalds.
-
Þeim sem leika Hólmsvöll er skylt að hlíta fyrirmælum ræsis eða eftirlitsmanna.
Brot á ofangreindum reglum og tilmælum geta varðað skilyrðislausa brottvísun af svæði golfklúbbsins.
Athugið að kylfingar eru á eigin ábyrgð á golfvallarsvæðinu.