GREIÐSLA FÉLAGSGJALDA

Upplýsingar og leiðbeiningar vegna greiðslu félagsgjalda 2022:

 

Greiðsla félagsgjalda fer í gegnum kerfið Sportabler. Allir félagsmenn verða að skrá sínar greiðslur sjálfir fyrir árið. 

Athygli er vakin á eftirfarandi:

 

  • Nýliðagjald - Þeir sem ekki hafa stundað golf síðastliðin 5 ár, þ.e. ekki greitt til golfhreyfingarinnar geta greitt nýliðagjald. Til að fá upp nýliðagjaldið í kerfinu vinsamlegast sendið tölvupóst á gs@gs.is.

  • Hjónagjald - Greiðsla hjónagjalds er með þeim hætti að annar aðilinn skráir sig fyrst inn með rafrænum skilríkjum og greiðir fullt gjald. Síðan skráir hinn sig inn á sínum skilríkjum og kemur þá allur afslátturinn inn af því gjaldi.

  • Þeir sem greiða í gjaldflokkunum "27-70 ára", "71 árs og eldri" og "Nýliðagjald" og ganga frá greiðsluskráningu fyrir 1. febrúar 2021 fá innifalið í gjaldinu kaffikort. Litið er svo á að aðrir gjaldflokkar séu þá þegar komnir með afslátt af sínu gjaldi. Vinsamlegast athugið að þar sem hjónagjald er eitt gjald fylgir 1 kaffikort með því gjaldi. 

  • Þeir sem ekki hafa hafa greitt árgjald 2022 eða skráð greiðslu fyrir 1. apríl (þarf ekki að hafa klárað að greiða allt) eru taldir ekki ætla að vera í klúbbnum og hafa því ekki aðgang að Golfbox.

  • Athugið að öll félagsgjöld eru greidd í gegnum Sportabler greiðslukerfið.

  •  Gjald fyrir alllar breytingar á greiðsluskráningu sem koma eftir á er kr. 1500.

  • Kvittun -  Mörg stéttarfélög og atvinnurekendur styrkja starfsmenn sína við íþróttaiðkun og telst félagsaðild í GS vera styrkhæf. Hægt er að nálgast kvittun á sama stað og gjöldin eru gerð upp í Sportabler kerfinu. Það er hægt að nálgast kvittunina á sama tíma og greiðslan er skráð en einnig er hægt að fara á hvaða tíma sem er og sækja kvittun. 

 

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi félagsgjöld, greiðslu þeirra eða lenda í erfiðleikum/vantar aðstoð með skráninguna þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu GS í síma 421-4100 eða sendið tölvupóst á gs@gs.is