GREIÐSLA FÉLAGSGJALDA

Upplýsingar og leiðbeiningar vegna greiðslu félagsgjalda 2021:

 

Eins og á síðasta ári mun klúbburinn notast við innheimtukerfið Nóra fyrir félagsgjöldin. Eins og í fyrra verða allir félagsmenn að skrá sínar greiðslur sjálfir fyrir árið. 

Skrefin sem þarf að fylgja:

 • Fara inn á gs.felog.is.

 • Lesa Greiðsluskilmála.

 • Ýta á “skrá inn”, hægra megin á skjánum.

 • Skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli.

 • Ef þú hefur ekki verið félagi áður: Velja “ég er félagsmaður” og “jafnframt iðkandi”

 • Þegar búið er að skrá inn kemur upp síða með nafni þess sem skráði sig inn.

 • Ýta á “skráning í boði” hægra megin á skjánum.

 • Upp kemur sú skráning sem er í boði fyrir þá kennitölu sem skráði sig inn.

 • Velja þá skráningu sem á við og ýta á “skráning”.

 • Lesa textann sem stendur í lýsingunni.

 • Fyrir utan félagsgjaldið er hægt að kaupa boltakort og kaffikort og bæta því við heildarupphæðina. Einnig er hægt að velja að styrkja klúbbinn um ákveðna upphæð og bætist sú upphæð einnig við heildargjaldið.

 • Neðar á síðunni er valið um greiðslumáta og fjölda greiðslna.

 • Að lokum þarf að setja hak við “samþykki skilmála” neðst hægra megin og ýta svo á “áfram”

 • Til að ljúka ferlinu er svo ýtt á “skrá greiðslu”

 

Athygli er vakin á eftirfarandi:

 

 • Nýliðagjald - Þeir sem ekki hafa stundað golf síðastliðin 5 ár, þ.e. ekki greitt til golfhreyfingarinnar geta greitt nýliðagjald. Til að fá upp nýliðagjaldið í kerfinu vinsamlegast sendið tölvupóst á gs@gs.is.

 • Hjónagjald - Greiðsla hjónagjalds er með þeim hætti að annar aðilinn skráir sig fyrst inn með rafrænum skilríkjum og greiðir fullt gjald. Síðan skráir hinn sig inn á sínum skilríkjum og kemur þá allur afslátturinn inn af því gjaldi.

 • Þeir sem greiða í gjaldflokkunum "27-70 ára", "71 árs og eldri" og "Nýliðagjald" og ganga frá greiðsluskráningu fyrir 1. febrúar 2021 fá innifalið í gjaldinu annað hvort kaffikort eða 10 boltafötur (áfyllingu). Litið er svo á að aðrir gjaldflokkar séu þá þegar komnir með afslátt af sínu gjaldi. Vinsamlegast athugið að þar sem hjónagjald er eitt gjald fylgir 1 kaffikort eða 1 boltakort með því gjaldi. Til að fá það sem er valið/keypt þarf að prenta út kvittun og afhenda í Leirukaffi - ATH AÐ ÞAÐ ER INNIFALIÐ ANNAÐ HVORT  KAFFIKORT EÐA BOLTAKORT, EKKI BÆÐI.

 • Þeir sem ekki hafa hafa greitt árgjald 2021 eða skráð greiðslu fyrir 1. apríl (þarf ekki að hafa klárað að greiða allt) eru taldir ekki ætla að vera í klúbbnum og hafa því ekki aðgang að Golfbox.

 • Athugið að öll félagsgjöld eru greidd í gegnum greiðslukerfið Nóra.

 

 •  Gjald fyrir alllar breytingar á greiðsluskráningu sem koma eftir á er kr. 1500.

 • Kvittun -  Mörg stéttarfélög og atvinnurekendur styrkja starfsmenn sína við íþróttaiðkun og telst félagsaðild í GS vera styrkhæf. Hægt er að nálgast kvittun á sama stað og gjöldin eru gerð upp, gs.felog.is. Það er hægt að nálgast kvittunina á sama tíma og greiðslan er skráð en einnig er hægt að fara á hvaða tíma sem er og sækja kvittun. Þá er farin sama leið inn í kerfið eins og útskýrt er hér að ofan en í stað þess að velja "skráning" er valið "skráður", skrollað aðeins niður þangað til kemur val um að senda kvittun á netfang eða prenta hana út.

 

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi félagsgjöld, greiðslu þeirra eða lenda í erfiðleikum/vantar aðstoð með skráninguna þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu GS í síma 421-4100 eða sendið tölvupóst á gs@gs.is